4.6.2012 | 16:23
Kjarasamningsbrot
Eru þessir alþýðlegu hattar búnir að ljúka tilskyldum námskeiðum og komnir með starfsleyfi til að starfa sem flugfreyjur??
Fóru þeir að synda í fötunum og kifra í björgunarbáta úti í sundlaug, slökkva elda og reykkafa?
Fóru þeir á skyndihjálparnámskeið og allt hitt sem þarf til að fá að starfa í háloftunum?
Fólk fer á margra mánaða námskeið til að fá tilskilin réttindi, enda eru mannslíf í húfi bjáti eitthvað á, því er starfsliðið afturí miklumeira en bara andlit fyrirtækisins út á við.
Er ekki viss um að PR hausinn hjá WOW fatti það þegar svona ryki er slegið í augun á almúgamanninum sem vill komast af þessu skeri eins ódýrt og hægt er.
Eg er ekki viss um að kjarasamningar sem og öryggi flugfarþega svo að eitthvað sé nefnt séu virt í svona rugli.. að ógleymdu að réttindalausir menn gera lítið úr fagmennsku flugfreyju og þjóna séu þeir réttindalausir að vinna afturí....
Hvað segir Flugmálastjórn Íslands við svona??
jaaaa sveiiiijjjj
annars fagnar herra400 sameppni í fluginu og kaupir kannski miða með WOW, en bara ekki þá daga sem ullarhattarnir selja mér vatn og kaffi..
Þykist þú vera einhver framkvæmdastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2012 | 11:08
Áfallahjálp
Kannski frekar að veita flugumferðarstjórum í Keflavík áfallahjálp þar sem nætursvefn þeirra raskaðist...
Lenti með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2011 | 14:59
Djísúss
Hvað er að verða um íslensku þjóðina? Það má ekkert út af bera og þá eru allir komnir í keng, pissandi, vælandi og skítandi í buxurnar eins og almættið bíði með refsivöndinn handan við hornið. Djísúss..
Aðeins að slaka á.....
Flugfarþegar fengu áfallahjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2011 | 08:40
Sýrland
Amk veit alheimslöggan ekki af þvi...
Sýrlenskt þjóðarráð stofnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2011 | 11:15
ALVÖRU MENN
Mikið vona ég að þessar hetjur háloftanna hafi fengið 150% launahækkun.
Það er ekkert grín að þeysast um loftin blá í áltúpu á 75-85% af hljóðhraða, smjattandi á samlokum og Svala með kvíðahnút í maganum um það hvort að endar nái saman næstu mánaðarmót.
Flugrekendum ætti að vera það ljóst að fastráðinn flugmaður er fjárfesting og að henni skal hlúa, því að vont er að missa fjárfestingu sem hefur kostað milljónir í þjálfun og uppihaldi til annara aðila í sama bransa sem borga betur og veita betri cateringu.
Áfram íslenskir flugmenn..
Búið að semja við flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2011 | 21:42
Frídagar & uppsagnir
Flugmenn, eins og flestir, vilja fá að vera heima hjá sér þá frídaga sem þeir eiga í hverjum mánuði.
Flugmenn, eins og allir, vilja fasta vinnu allt árið.
Flugmenn fara í dýrt nám sem oft er líkt við háskólanám en þeir fá ekki lán fyrir því hjá LÍN eins og fólk sem fer í háskóla.
Flugmenn vinna oft og tíðum vaktir sem eru lengri en vörubílstjórar meiga vinna og geta ekki lagt út í kannt ef e-h bilar eða kviknar í.
Flugmenn eru ekki skúrkar, þeir eru launafólk sem níðst er á, oft á kostnað öryggis flugfarþega.
Flugmenn eru ekki óvinir ferðaþjónustunnar, þvert á móti.
Hvernig væri ef rangur og villandi fréttaflutngur sem og hlandgusur í netheimum tækju sér pásu í þessu máli sem og öðrum.
59 flugmönnum sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2010 | 06:58
Meira fjárans bullið
Veggjöld milli hverfa í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2010 | 21:42
Trúin
Játaði að hafa myrt dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.10.2009 | 08:55
Kreppuráð nr. 129
Tóbaksfyrirtæki stefnir Írum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2009 | 14:02
Hvað er vandamálið?
Herra 400 er afskaplega kátur með nýjasta video-ið frá köppunum knáu í Rammstein. Það byrjar eins og hvert annað drasl video sem tröllríður upp um alla veggi á MTV og fleiri subbustöðvum sem hafa það verkefni helst að heilaþvo ungviðið með stöðluðum ímyndum og sölumennsku fyrir stórfyrirtæki. Þessi "tónlistar"myndbönd sem þar eru sýnd gefa ýmislegt í skyn en ekkert gerist þar sem íturvaxnar ýmist leður- eða latexklæddar dömur spranga um settið á háum hælum.
Rammstein fer aftur á móti alla leið, byrjar reyndar eins og hvert annað gubbufrasatónlistarvideo og varla að maður nennti að horfa á enn eitt video-ið sem hugsanlega fær mann til að flagga í hálfa, varla það, nenni maður að láta hugann reika á froðupoppsbylgjulengdinni. En það er einmitt snilldin við þetta nýja myndband. Þarna er bókstaflega allt í gangi þegar líður á og ekkert dregið undan. Einstaklega vel heppnað og fallegt tónlistarmyndband, lagið er svona la la en textinn snilldin ein eins og kempunum austurþýsku einum er lagið.
"You got a pussy, I got a dick, so what´s the problem?"
Eg segi því bara... hvað er fjandans vandamálið ?
Rammstein fer alla leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)