ALVÖRU MENN

Mikið vona ég að þessar hetjur háloftanna hafi fengið 150% launahækkun.

Það er ekkert grín að þeysast um loftin blá í áltúpu á 75-85% af hljóðhraða, smjattandi á samlokum og Svala með kvíðahnút í maganum um það hvort að endar nái saman næstu mánaðarmót.

Flugrekendum ætti að vera það ljóst að fastráðinn flugmaður er fjárfesting og að henni skal hlúa, því að vont er að missa fjárfestingu sem hefur kostað milljónir í þjálfun og uppihaldi til annara aðila í sama bransa sem borga betur og veita betri cateringu.

Áfram íslenskir flugmenn..


mbl.is Búið að semja við flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband